Vala Pálsdóttir

Vala Pálsdóttir er formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna og situr sem slík í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins.

Vala var fyrst kjörin formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna á aukaaðalfundi í apríl 2017 og endurkjörin á aðalfundi til tveggja ára í september 2018.

Vala sat í kosningastjórn Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir Alþingiskosningar 2016, hún var kosningastjóri Ólafar Nordal í prófkjöri 2016 og starfaði fyrir Ólöfu fram yfir kosningar. Vala sat í upplýsinga- og fræðslunefnd Sjálfstæðiflokksins á árunum 2009 til 2011.

Vala er viðskiptafræðingur að mennt og með meistaragráðu í alþjóðamarkaðssamskiptum frá Emerson College í Boston. Vala á að baki áralangan feril á sviði samskipta- og upplýsingagjafar, starfaði m.a. í fjölmiðlum og fjármálageiranum.