Fjölmörg framboð bárust í stjórnir málefnanefnda, en framboðsfrestur rann út 12. mars sl. kl. 17:00. Upplýsingar um frambjóðendur má finna hér.
Alls starfa átta málefnanefndir hjá Sjálfstæðisflokknum og eru þær skipaðar með hliðsjón af nefndaskipan Alþingis. Stjórnir nefndanna eru kosnar í rafrænni kosningu á landsfundi til þess að leiða málefnastarfið milli landsfunda og eru fimm manns í hverri nefnd. Kjósa skal að lágmarki 3 frambjóðendur og að hámarki 5 frambjóðendur í hverri nefnd. Formenn nefnda eru þeir sem flest atkvæði hljóta.
Kosningin hefst kl. 12:00 föstudaginn 16. mars og henni lýkur kl. 11:00 sunnudaginn 18. mars. Kosningin fer fram á efra palli við kaffisöluna, er rafræn og þurfa fulltrúar að hafa nafnspjald sitt á fundinum meðferðis til að geta greitt atkvæði. Eru landsfundarfulltrúar hvattir til að kjósa snemma til að komast hjá örtröð.